top of page

RATLEIKUR

Alla vetrarhátíðina verður hægt að taka þátt í þrusu skemmtilegum ratleik sem Hannes Lárus Hjálmarsson, landvörður bjó til!

Leikurinn byrjar sunnan Mývatns og leiðir ykkur um víðan völl austur fyrir vatnið svo bíll er nauðsynlegur! Fræðandi og skemmtilegur leikur fyrir alla fjölskylduna!

Á hverjum stað er QR kóði sem þú þarft að skanna (opnar myndavélina á símanum þínum og beinir að merkinu), því næst þarftu að svara laufléttri spurningu, ef þú getur það færðu að vita hvert skal halda næst og þar muntu finna næsta QR kóða! Hér fyrir neðan er fyrsti kóðinn! Gangi ykkur vel og góða skemmtun!

​

​

ratleikur.png
bottom of page