Vetrarhátíð í Mývatnssveit er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreytt og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar, þar á meðal hestamótið Mývatn Open sem að er haldið á ís á vatninu, Íslandsmeistaramót sleðahundaklúbbs Íslands, Mývatnssleðinn, þar sem fólk keppir á heimalöguðum sleðum á vatninu og svo Íslandsmeistaramót í Snocrossi. Einnig mun Veiðifélag Mývatns bjóða upp á dorgveiði og Mývetningur ætlar að halda opnu gönguskíðaspori alla hegina. Hægt verður að heimsækja sleðahundana og það verður barnabraut fyrir fjölskylduna á Álftabáru, kaffihlaðborð og tónleikar. Það verður sannkölluð stemning í Mývatnssveit þessa helgina og dagskrá fyrir alla fjölskylduna!
Sjáumst í Mývatnssveit 4.-7. mars 2021!
Hér er hægt að kynnast hverjum viðburði fyrir sig.
Vetrarhátíð í Mývatnssveit
Mývatn Open
Hestar á ís
Hið árlega hestamót Mývatn Open-Hestar á ís er haldið í marsmánuði við Sel-Hótel Mývatn.
Á föstudegi er boðið uppá reiðtúr út á vatnið í umsjón hestamannafélagsins Þjálfa. Öllum er frjálst að taka þátt að kostnaðarlausu. Reiðtúrinn hefst klukkan 16:00 og er áætlaður um 2 tímar.
Á laugardegi hefst mótið klukkan 10:00.
Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á hundasleða og skijoring.
Keppt verður í mörgum greinum sem fer eftir fjölda hunda og vegalengd á hundasleða eða skíðum.
Keppnin verður í Neslandavíkinni við Fuglasafnið.
Ath. Möguleiki er fyrir gesti að prófa spyrnu 500 m á laugardeginum kl 15:00 eins og hægt er. Einnig er opið hús hjá Snow Dogs á Sunnudeginum kl 10:00-11:00
Skráning er á heimasíðu Sleðahundaklúbbs Íslands. http://www.sledahundar.is/
Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbb Íslands
Hin goðsagnakennda keppni Mývatnssleðinn er haldin á tveggja ára fresti.
Til að geta keppt þarf að hafa 2 keppendur í hverju liði sem smíða sér sleða og komast frá upphafi til enda með sleðann (ath. ekki má nota vél né dýr).
Keppninni er skipt í 4 hluta sem gefin eru stig fyrir, stigagjöfin er frá einum upp í fimm.
-
Hraðabrautarkeppni (lengri braut, tveir hringir).
-
Þrautabrautarkeppni (stutt braut, einn hringur).
-
Hönnun og útlit.
-
Vinsælasti sleðinn.
Kostnaður fyrir hvert lið eru 4.000.- krónur
Innifalið er keppnisgjald og tvö buff með logo-i Mývatnssleðans.
Tjald verður á staðnum með kaffi og kakói og áhorfendur og grúppíur svakalega velkomnar.
Skráning á
Mývatnssleðinn
Snocross
Nú skal endurvekja gamla Mývatns mótið!
Dorgarveiði með
Veiðifélag Mývatns
Veiðifélag Mývatns er elsta veiðifélag landsins, en það var stofnað 7. febrúar árið 1905 á fundi sem haldinn var á Geiteyjarströnd. Félagið fagnar því 115 ára afmæli á þessu ári. Félagsmenn eru skráðir eigendur/ábúendur jarða og landareigna sem land eiga að Mývatni. Verkefni félagsins, samkvæmt samþykktum, er að viðhalda góðri fiskgengd á félagssvæðinu og stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskstofna. Félaginu ber einnig að vernda vistkerfi vatnafiska á félagssvæðinu og koma í veg fyrir að verklegar framkvæmdir eða önnur starfsemi skaði lífríki þess.