top of page

Vetrarhátíð við Mývatn
 

Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Við hvetjum alla gesti til að heimsækja Mývatn og nágrenni og njóta þess sem náttúran hefur upp á að bjóða dagana 1.-10. mars 2024! 

Frábær tilboð í gistingu, bað og vélsleðaferðir í boði á meðan hátíðin stendur yfir. Lærðu að dorga með heimamönnum, kíktu á sleðahundana hjá Snow dogs, fáðu þér eitthvað gott að borða og skoðaðu náttúruundur svæðisins. Það er af nógu að taka! Gönguskíðaspor verða víðsvegar um svæðið og skíðalyftan í Kröflu opin svo lengi sem að veður og færð leyfir.

Fólk er hvatt til þess að taka með sér gönguskó, gönguskíði og svigskíði og njóta alls sem svæðið hefur upp á að bjóða á sínum forsendum. 


Sjáumst 1.-10. mars 2024! 
 

Mývatn Open
Hestar á ís

Hið árlega hestamót Mývatn Open-Hestar á ís er haldið við Sel-Hótel Mývatn.

Á föstudegi er boðið uppá reiðtúr út á vatnið í umsjón hestamannafélagsins Þjálfa. Öllum er frjálst að taka þátt að kostnaðarlausu. Reiðtúrinn hefst klukkan 16:30 og er áætlaður um 2 tímar.
 

Á laugardegi hefst mótið klukkan 10:00. 

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbb Íslands
 

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á hundasleða og skijoring.

Keppt verður í mörgum greinum sem fer eftir fjölda hunda og vegalengd á hundasleða eða skíðum.

Spennandi keppni fyrir alla aldurshópa! 

Skráning er á heimasíðu Sleðahundaklúbbs Íslands.   http://www.sledahundar.is/ 

Snocross

Nú skal endurvekja gamla Mývatns mótið! Misstirðu af keppninní við Kröflu árið 2023? Engar áhyggjur, það verður hvergi slegið af í ár og mótshaldarar lofa þrusu keppni!

Dorgarveiði með
Veiðif
​élögum þingeyjarsveitar

Veiðifélag Mývatns er elsta veiðifélag landsins, en það var stofnað 7. febrúar árið 1905 á fundi sem haldinn var á Geiteyjarströnd. Félagsmenn eru skráðir eigendur/ábúendur jarða og landareigna sem land eiga að Mývatni. Verkefni félagsins, samkvæmt samþykktum, er að viðhalda góðri fiskgengd á félagssvæðinu og stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskstofna. Félaginu ber einnig að vernda vistkerfi vatnafiska á félagssvæðinu og koma í veg fyrir að verklegar framkvæmdir eða önnur starfsemi skaði lífríki þess.

Að dorga er ótrúlega góð skemmtun, leyfðu heimamönnum að kenna þér réttu handtökin! Þú þarft ekki að hafa neitt meðferðis nema góða skapið og hlý föt!

bottom of page