Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Við hvetjum alla gesti til að heimsækja Mývatn og nágrenni og njóta þess sem náttúran hefur upp á að bjóða dagana 5.-14. mars 2021! 

Það eru frábær tilboð í gistingu, bað og vélsleðaferðir á meðan hátíðin stendur yfir. Gönguskíðaspor verða víðsvegar um svæðið og skíðalyftan í Kröflu opin svo lengi sem að veður og færð leyfir. 

Við minnum gesti á að virða sóttvarnir og tveggja metra regluna!

Fólk er hvatt til þess að njóta gistitilboða, matar og útiveru á meðan það dvelur á svæðinu og taka með sér gönguskó, gönguskíði og svigskíði og njóta alls sem svæðið hefur upp á að bjóða á sínum forsendum. 

Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Grímuskylda á ekki við um börn fædd 2005 eða síðar. Ekki verður um neina formlega opnun að ræða á hátíðinni en hver viðburðahaldari ábyrgist sínar sóttvarnir. 50 manna fjöldatakmarkanir eru í gildi alls staðar.


Sjáumst 5.-14. mars 2021! 
 

Vetrarhátíð
við mývatn

Mývatn Open
 Hestar á ís

Hið árlega hestamót Mývatn Open-Hestar á ís er haldið í marsmánuði við Sel-Hótel Mývatn.

Á föstudegi er boðið uppá reiðtúr út á vatnið í umsjón hestamannafélagsins Þjálfa. Öllum er frjálst að taka þátt að kostnaðarlausu. Reiðtúrinn hefst klukkan 16:30 og er áætlaður um 2 tímar.
 

Á laugardegi hefst mótið klukkan 10:00. 

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á hundasleða og skijoring.

Keppt verður í mörgum greinum sem fer eftir fjölda hunda og vegalengd á hundasleða eða skíðum.    

Keppnin verður í Neslandavíkinni við Fuglasafnið.    

Ath. Möguleiki er fyrir gesti að prófa spyrnu 500 m á laugardeginum kl 15:00 eins og hægt er.   Einnig er opið hús hjá Snow Dogs á Sunnudeginum kl 10:00-11:00 

Skráning er á heimasíðu Sleðahundaklúbbs Íslands.   http://www.sledahundar.is/ 

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbb Íslands

Hin goðsagnakennda keppni Mývatnssleðinn er haldin á tveggja ára fresti.
Til að geta keppt þarf að hafa 2 keppendur í hverju liði sem smíða sér sleða og komast frá upphafi til enda með sleðann (ath. ekki má nota vél né dýr).
 

Keppninni er skipt í 4 hluta sem gefin eru stig fyrir, stigagjöfin er frá einum upp í fimm.

  1. Hraðabrautarkeppni (lengri braut, tveir hringir).

  2. Þrautabrautarkeppni (stutt braut, einn hringur).

  3. Hönnun og útlit.

  4. Vinsælasti sleðinn.

Mývatnssleðinn

Snocross

Nú skal endurvekja gamla Mývatns mótið! 

Dorgarveiði með
Veiðif
​élag Mývatns

Veiðifélag Mývatns er elsta veiðifélag landsins, en það var stofnað 7. febrúar árið 1905 á fundi sem haldinn var á Geiteyjarströnd. Félagið fagnar því 115 ára afmæli á þessu ári. Félagsmenn eru skráðir eigendur/ábúendur jarða og landareigna sem land eiga að Mývatni. Verkefni félagsins, samkvæmt samþykktum, er að viðhalda góðri fiskgengd á félagssvæðinu og stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskstofna. Félaginu ber einnig að vernda vistkerfi vatnafiska á félagssvæðinu og koma í veg fyrir að verklegar framkvæmdir eða önnur starfsemi skaði lífríki þess.