top of page
Gönguskíðaspor

Við hlökkum til að sjá ykkur á Vetrarhátíð við Mývatn 2024!

Við leggjum upp með að halda úti sem flestum skíðagöngusporum í Þingeyjarsveit á meðan á Vetrarhátíð stendur en að sjálfsögðu þarf að taka mið af veðri og vindum. Svæðið er stórt og snjóalög mjög misjöfn!

Vaglaskógur

Skógræktin sér til þess að það verði spor í skóginum um helgar á Vetrarhátíð frá 5.-9. mars (ef snjóalög leyfa). Lagt á bílastæðinu við Skógræktina. Dásamlegt að skíða í skóginum! Skíðagöngubrautir í Vaglaskógi á facebook.

Vogar - Reykjahlíð

Mývetningur kynnir til leiks nýsporað gönguskíðaspor milli Voga og Reykjahlíðar. Þægilegast er að fara inn á sporið ýmist frá Hlíðarrétt eða Múlavegi. Einnig eru sporaðir 2 hringir á íþróttavelli sem og austur með hlíðinni norðan og austan við ÍMS. Sjáið kort HÉR!

Skútustaðir

Sel Hótel Mývatn bíður upp á skíðagönguspor frá Skútustöðum. Stakhólstjörn - Álftabára - Haganes. Með fyrirvara um veður og snjóðalög. 
Upplýsingar í síma 464 4164.

Vetrarhátíð við Mývatn

Skútustaðir

660 Mývatn

Tel: +354 454 7105
info@visitmyvatn.is

Vetrarhátíð við Mývatn er í boði Þingeyjarsveitar

  • White Facebook Icon
  • White Instagram Icon

© 2025 - Visit Mývatn - ​Mývatnsstofa ehf. 

bottom of page