Sóttvarnir á vetrarhátíð

Við hlökkum til að sjá ykkur á Vetrarhátíð við Mývatn 2021. Við minnum gesti á að virða sóttvarnir og tveggja metra regluna!

Fólk er hvatt til þess að njóta gistitilboða, matar og útiveru á meðan það dvelur á svæðinu og taka með sér gönguskó, gönguskíði og svigskíði og njóta alls sem svæðið hefur upp á að bjóða á sínum forsendum. Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Grímuskylda á ekki við um börn fædd 2005 eða síðar. Ekki verður um neina formlega opnun að ræða á hátíðinni en hver viðburðahaldari ábyrgist sínar sóttvarnir. Eins og staðan er í dag (1.2.2021) eru áhorfendur á íþróttaviðburðum bannaðir nema þeir geti setið í sætum. 50 manna fjöldatakmarkanir gilda annars staðar. 

Gönguskíðaspor

Jarðböðin

Bjóða nú upp á gönguskíðaspor frá bílastæðinu þeirra. Upplagt er að skella sér á skíði og ljúka útiverunni á lónsferð, láta líða úr sér í dásamlegu umhverfi.

Krafla

Spor er í við skíðalyftuna í Kröflu á vegum Mývetnings. 

Skútustaðir

Sel Hótel Mývatn bíður upp á gönguskíðaspor frá Skútustöðum. Stakhólstjörn - Álftabára - Haganes. Með fyrirvara um veður og snjóðalög. 
Upplýsingar í síma 464 4164.

Gonguskidaspor.jpg