top of page
skíðagönguspor

Við hlökkum til að sjá ykkur á Vetrarhátíð við Mývatn 2022!

Við leggjum upp með að halda úti sem flestum skíðagöngusporum í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit á meðan á Vetrarhátíð stendur en að sjálfsögðu þarf að taka mið af veðri og vindum. Svæðið er stórt og snjóalög mjög misjöfn!

Jarðböðin

Bjóða nú upp á Skíðagönguspor frá bílastæðinu þeirra. Upplagt er að skella sér á skíði og ljúka útiverunni á lónsferð, láta líða úr sér í dásamlegu umhverfi. Upplýsingar hjá Jarðböðunum í síma 464-4411 

Skútustaðir

Sel Hótel Mývatn bíður upp á skíðagönguspor frá Skútustöðum. Stakhólstjörn - Álftabára - Haganes. Með fyrirvara um veður og snjóðalög. 
Upplýsingar í síma 464 4164.

Gonguskidaspor.jpg

Vaglaskógur

Skógræktin sér til þess að það verði spor í skóginum um helgar á Vetrarhátíð. Lagt á bílastæðinu við Skógræktina. Dásamlegt að skíða í skóginum! Skíðagöngubrautir í Vaglaskógi á facebook.

Laugar

Skíðaspor á Laugum í Reykjadal. Lagt við sundlaugina á Laugum. Athugið, snjólítið var á Laugum vikuna fyrir vetrarhátíð. Svo það verður ekki hægt að leggja spor nema það bæti all hressilega við snjóinn! Sighvatur í síma 845 0699 getur veitt frekari upplýsingar um þetta spor.

Spor hjá Snow Dogs í Vallholti

Nýttu sporin eftir hundasleðana hjá Snow Dogs, passa fullkomlega fyrir gönguskíðin! 

Upplýsingar í síma 847 7199

(Ekki hægt að nota sporin þegar Íslandsmeistaramót sleðahundaklúbbs Íslands er þann 11. og 12. )

Neskirkja

4 km hringur hjá Laxá í Aðaldal. Upphaf og endir við Neskirkju. Þegar veður og snjóalög leyfa.

bottom of page