Taktu þér tíma til að skoða helstu náttúruundur svæðisins!
Ertu búin/n að sjá Námaskarð og Goðafoss?
Prufaðu að fara í vasaljósagöngu um Dimmuborgir!
Það er svooo margt að sjá!

dagskrá vetrarhátíðar 2022

Heima milli helga

Föstudagur 4. mars

16:30 - Hópreið um Mývatn.  Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Hópreiðin fer frá Sel-Hóteli.

20:00 Barsvar fyrir lengra komna í Jarðböðunum! Tónlist, gleði og tilboð á barnum!

 

Laugardagur 5. mars
10:00 - 16:00 - Mývatn Open, Stakhólstjörn.
B-flokkur, 2. og 1. flokkur, forkeppni og úrslit.
A-flokkur, forkeppni og úrslit.
Tölt, 2. og 1. flokkur, forkeppni og úrslit
100 m skeið.
Skráning: thjalfiskraningar@gmail.com

 

12:00 Mývatnssleðinn. Sjón er sögu ríkari! Tveggja manna lið hanna og og smíða sleða og keppa í hraða, þrautum og hönnun. Opið öllum, nánari upplýsingar: Mývatnssleðinn á facebook. Staðsetning: Álftabára.

13:00 - 16:00  Lærðu að dorga
með veiðifélagi Mývatns. Gengið út á ísinn til móts við Icelandair Hótel Mývatn.

14-17. Kaffihlaðborð á Sel-Hóteli.

21:00 Partý í Gamla bænum! Jónas og Arnþór lofa þrusu stemmingu. Njóttu kvöldsins með góðum vinum! Enginn aðgangseyrir.

Sunnudagur 6. mars

13-16. Lærðu að dorga með heimamönnum á Vestmannsvatni. Guðmundur í Fagraneskoti sýnir ykkur réttu handtökin og býður upp á kaffi og kleinur. Gengið út á ísinn frá gistiheimilinu Vestmannsvatni.

14-16 Vetrargaman á Stakhólstjörn. Keila, íslimbó, skeifukast, kubbur, ísgolf, grillaðir sykurpúðar! Gleði og glens með foreldrafélaginu - endilega grípið skautana með!

Mánudagur 7. mars

16-18 Er langt síðan börnin hafa farið á hestbak? Velkomin í heimsókn í hesthúsið í Torfunesi. Teymt undir fyrir áhugasama!

 

19:30 Hvernig var aftur félagsvist? Nú er kominn tími til að rifja það upp! Félagsvist í félagsheimilinu Breiðumýri. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Þriðjudagur 8. mars

16:30-18:30 Mývetningar takið eftir! Frítt skíðagöngunámskeið fyrir heimamenn! Þóroddur frá Grænavatni leiðbeinir vönum og óvönum. Mæting við Sel-Hótel Mývatn. Ath takmarkaður fjöldi á hvert námskeið - fyrstur skráir sig fyrstur fær. Skráningar sendast á asdis@myvatn.is (í skráningu þarf að koma fram hvert námskeiðanna þriggja er verið að skrá sig á).

Miðvikudagur 9. mars

16:30-18:30 Eru gönguskíðin rykfallin? Frítt skíðagöngunámskeið fyrir heimamenn! Þóroddur frá Grænavatni leiðbeinir vönum og óvönum. Mæting við sundlaugina á Laugum. Ath takmarkaður fjöldi á hvert námskeið - fyrstur skráir sig fyrstur fær. Skráningar sendast á asdis@myvatn.is (í skráningu þarf að koma fram hvert námskeiðanna þriggja er verið að skrá sig á).

20:30-21:30 Lærðu að klifra á nýjum klifurvegg í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps. 

 

19:30 Spilaspenntir athugið!! Félagsvist í félagsheimilinu Skjólbrekku. Allir velkomnir - heitt á könnunni!

Fimmtudagur 10. mars

15:30-17:30 Er kominn tími til að rifja upp ljúfan fjósailminn? Eða heyra smá jarm? Velkomin í heimsókn í fjósið og fjárhúsin á Stórutjörnum.

16:30-18:30 Sagði einhver skíði? Frítt skíðagöngunámskeið fyrir heimamenn! Þóroddur frá Grænavatni leiðbeinir vönum og óvönum. Mæting á bílaplan Skógræktarinnar í Vaglaskógi. Ath takmarkaður fjöldi á hvert námskeið - fyrstur skráir sig fyrstur fær. Skráningar sendast á asdis@myvatn.is.​

18:00-20:00 Tónlist og fjör í Sundlauginni á Laugum.

Föstudagur 11. mars

 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands hefur verið aflýst.

19:00-21:00 - Föstudagsfjör í Jarðböðunum. Tónlist á bakkanum og gleðistund á barnum.

 

Laugardagur 12. mars

10:00 - 16:00 - Íslandsmeistaramót í Snjókrossi. í Kröflu. Keppni hefst kl 12:00.

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands hefur verið aflýst

13:00 - 16:00 - Lærðu að dorga með veiðifélagi Mývatns hefur verið aflýst vegna hláku.

20:00 Valdimar í Skjólbrekku. Miðasala við hurð.

21:00 Partý í Dalakofanum! Jónas og Arnþór lofa þrusu stemmingu. Njóttu kvöldsins með góðum vinum! Frítt inn.

21:30  Einar Höllu trúbador spilar fyrir gesti í Vogafjósi. Frítt inn.

Sunnudagur 13. mars

11-15 Bænda- og handverksmarkaður í félagsheimilinu Breiðumýri hjá Laugum. Handverk og matvara úr nærumhverfi! Kvenfélag Reykdæla sér um vöfflu- og kaffisölu.

13-16. Lærðu að dorga með heimamönnum á Vestmannsvatni hefur verið aflýst vegna hláku.

14:00-17:00 Fjölskyldudagur í Vaglaskógi  í boði Skógræktarinnar og Bjarma. Mæting við Stóra-Rjóður. 9. og 10. bekkur Stórutjarnaskóla safnar í ferðasjóð og selur ketilkaffi, kakó og kleinur í nýju grillskýli. Troðið skíðaspor víðsvegar um skóginn

14:00-15:00 Tilsögn í skíðagöngu.

15:00-17:00 Skíðaleikir og gaman fyrir börn og fullorðna.